Umhverfisábyrgð

Við hjá Umbúðagerðinni leggjum mikla áherslu á umhverfismál enda bylgjupappír umhverfisvænt hráefni með gríðarlega hátt endurvinnslu- og endurnýtingarhlutfall og kemur úr sjálfbærum skógum með FSC vottun.

Flokkun og meðhöndlun úrgangs

Umbúðagerðin flokkar allan úrgang sem tilfellur hjá fyrirtækinu og skilar til ábyrgra endurvinnsluaðila með því að nýta sér þjónustu fyrirtækja sem sérhæfa sig í endurvinnslu og meðhöndlun úrgangs með ábyrgum hætti.

Sérsniðnar umbúðalausnir

Fyrirtækið hefur á stefnuskrá sinni að lágmarka allan afskurð sem tilfellur við framleiðsluna með því að sérpanta hráefni fyrir viðskiptavini sína þegar það er hægt.

Kassi í réttri stærð

Með því að panta sérsniðna kassa í þeirri stærð sem hentar bæði vöru og notkun viðskiptavina þá leggjast allir á eitt með að nota minna hráefni utan um sínar vörur auk þess sem umfang umbúða minnkar í flutningi með tilheyrandi ávinningi fyrir fyrirtæki, flutningsaðila, viðskiptavini og heiminn allan. Það getur nefnilega verið dýrt að flytja loft.

Hámarks nýting hráefnis

Fyrirtækið stefnir að því að leita leiða við auka virði þess bylgjupappa sem til fellur við framleiðsluna í stað þess að setja afskurð beint í endurvinnslu. Bylgjan er verðmætt hráefni og því ber að huga að leiðum til að tryggja lengri líftíma hennar áður en hún er flutt út til endurvinnslu.

Viðurkenndar vottanir

Fyrirtækið kappkostar við að vinna eingöngu með ábyrgum aðilum innan pappírs- og umbúðageirans og tryggja sér viðurkenndar vottanir um ábyrga umhverfisvitund og ábyrgð. Fyrirtækið hefur tryggt sér RESY vottun og vinnur að FSC vottun.

Umbúðagerðin er sölu og þjónustuaðili Reencle á Íslandi og fyrst þjóða á Norðurlöndunum að kynna og selja þessi jarðgerðartæki sem koma frá Suður Kóreu og kalla má byltingarkennd. 

Reencle jarðgerir lífræna úrganginn á 24 klst og minnkar rúmmálið um 90% en hægt er að setja allt að 1 kg í tækið á dag. Nánari upplýsingar um Reencle má finna inn á síðunni www.reencle.co og einnig á fésbókarsíðu okkar Reencle Ísland þar sem sjá má m.a. fjöldi myndbanda og annan fróðleik.  Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband.